top of page
Search
Writer's pictureSandra Dís

Sumarið 2024

Updated: Aug 12

Þetta sumar er búið að vera mjög viðburðaríkt. Aðalega lærdómsríkt.

Sumarið byrjaði á því að ég tók þátt í volurretreat. Hvað er það?

Það voru ljósmyndarar héðan og þaðan í heiminum og tvær módel skvísur sem eyddum saman heila helgi að deila sama áhugamáli. Taka myndir og yndislegar módel skvísur sem sátu fyrir og leyfðu okkur að spreita okkur í að taka myndi. Víkka út sjóndeildahringinn og læra svo af hvort öðru. Þvílíkt sem þetta var gaman og sveif ég á bleiku skýi í marga daga á eftir. Mig skilst að þær munu halda þetta aftur að ári og þið sem eruð að spá í þessu þá er þetta allra krónu virði.


Fyrsta myndatakan var tekin í Skógi.




Daginn eftir var tekið myndir á allt öðrum stað. Það var frekar kalt þann dag.





Þetta er bara brot af myndum sem ég tók og á eflaust eftir að setja saman möppu með þessum myndum hér inn.


Nokkrum vikum síðar fórum við fjórar saman úr þessari ferð og gerðum dagsferð. Það var 12 klt ferð. Byrjað á svörtum söndum við landeyjarhöfn. Stoppað við foss. Fengum okkur að borða á Sveitabúi. Tókum myndir á Sólheimajökli og enduðum svo ofaní gömlu seljavallalauginni kl 01 að nóttu. Þvílíkur dagur. Enn og aftur sveif ég á bleiku skýi.












Þvílíkt sem ég er stolt af þessum verkum. Ég eflaust gæti deilt þúsundi mynda. En læt þetta duga í bili.


Ég fékk einnig þann heiður að taka mynd af eldri hjónum sem eru frá þýskalandi og voru að endurnýja heitin sín. Hver veit nema ég fái að deila einum til tveimur myndum af þeim við tækifærið.


Endilega kíkið á instagram: volurretreat (ÝTIÐ Á GRÆNA HNAPPINN)




Kv. Sandra

8 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page