top of page
Search
  • Writer's pictureSandra Dís

Sumarfríið


Hver á þessa skó myndi einhver spyrja?


Sumarfríið hefur farið vel með mig. Ég hef nú ekki tekið mörg verkefni að mér í sumar þar sem það hefur verið margt um að snúast. Meðal annars að taka eina íbúð í gegn, setja á leigumarkað og einnig að gera upp gamlat hús, mála og ditta að því. Sú vinna er enn í gangi.


Ég hef þó verið að taka að mér svona smá. Meðal annars aukaljósmyndari í tveimur brúðkaupum sem Gunnar vinur minn frá Thulephoto leyfði mér að taka þátt í. Einnig fermingamyndir og fjölskyldumyndatökur.


Þessi mynd hér að ofan er því skór brúðgumanns í einu brúðkaupinu í sumar. Fyrir neðan skór brúðurinnar.


Lönguninn til þess að fara í ljósmyndaskólan er að verða meiri og meiri. Kannski eftir ca. 2 ár er ég orðin nógu úthaldsmikil til þess. Þeir sem mig þekkja hef ég aðeins verið að berjast við veikindi en ekki af alvarlegum toga þó hvimleið. Svo engar áhyggjur. Það má alltaf hóa í mig og ath hvernig staðan er, hvort ég sé til í að taka myndir. :)


Það verða smá breytingar. Ég mun sjóða saman samning til þess að fá leyfi birtingar, hvort sem umræðir á síðunum mínum eða í ljósmyndakeppnum. Hingað til hef ég alltaf spurt um leyfi og látið það duga. Breytingarnar verða því skriflegar þannig að ég hafi það undirritað. Þetta er aðalega gert til þess að tryggja mig og framtíð mína.


En yfir í annað.


Uppáhalds tíminn minn er haustið. Elska alla litina sem koma á þessum tíma árs. Ég mun klárlega vera virkari með myndaefni á næstunni og læt slæma virkni á síðustu mánuði á þessari síðu, ekki taka mig útaf laginu. Heldur einmitt að pikka smá í mig og vera duglegri að leyfa ykkur að fylgjast með hvað ég hef verið að bralla.Skór Brúðarinnar.kjóll brúðarinnarBrúðarvöndurinn.


Vonandi hafi þið átt jafn gott sumar og ég.


Með bestu kveðju

sdsmyndir

Sandra Dís.

48 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page