Eflaust hafa margir tekið eftir að ég er annsi virk á instagram og facebook á sdsphoto1 síðunum.
Ég er búin að vera virk í stúdíóinu að æfa mig á ljósunum. Nú tók ég sjálfan mig og hundinn, hana Heklu fyrir. Hekla var ótrúlega þolinmóð og dugleg. Fannst þetta ekkert leiðinlegt. Þar til þetta varð orðið leiðnlegt og þá auðvitað fékk hún pásu og ég byrjaði sjálf að æfa mig á pósum, handa hreyfingum. Ég er svo stúdfull af hugmyndum að ég er í vandræðum með þær allar.
Ég og Hekla.
þessi mynd finnt mér æði. Hendurnar eru þó aðeins yfirlýstar og ég þarf að komast að því hvað ég gerði rangt með ljósið, líklega var ljósið of nálægt höndunum og heði átt að færa ljósið aðeins til hliðar til og lengra frá mér til að jafna aðeins út lýsinguna. Pósan flott samt
Ég er orðin svolítið hrifin af höttum og kjólum.
Þar til næst .... kv. Sandra
Comments