Nú er árið byrjað og ég að fikra mig áfram í stúdíóinu. Til þess þarf ég af sjálfsögðu að nota sjálfan mig eða einhver önnur fornarlömb. Eins og ég sagði við ykkur þá er ég óhrædd að koma mér út fyrir þægindaramman. Hvort sem það er að taka myndir af mörgum, börnum, dýrum, nekt eða hvað sem er.
Sem gerir ljósmyndara bransan svo skemmtilegan, því listin að skapa getur því verið svo margskonar.
Í dag var farið í að framkvæma portret mynd af karlmanni. "fornalambið" var af sjálfsögðu eiginmaðurinn minn. Eins og alltaf þarf ekkert að hafa fyrir því að fá hann til þess ;) Hann er alltaf til í klæðast eða afklæðast fyrir mydavélina... Þar var ég heppin með módel.
Þá var það að koma honum í fótógen gírinn. Hann hafði mestar áhyggjur af svipnum. Hver er það ekki. Óöryggi flestra fyrir framan vélina er yfirleitt hvernig brosi ég? hvernig á ég að standa? hvernig á ég hreyfa hendurnar?.. Málið er bara að hjá mér er fyrst og fremst bara spjall. Þetta snýst ekki endilega um að ná einhverju missjóni einn tveir og bingó. Heldur að allir hafi það sem notalegast. Fari að treysta sér og mér og fari að líða vel. Ég reyni svon að leiðbeina ykkur eins og ég get.
Ég hafði nú engar áhyggjur af Sigmari... Honum leið fullkomlega vel og eftir 3 mín, var hann kominn með þetta!
Þá er það næta skref sem ég þarf að æfa mig í...... Para mynd sem jafnvel gæti verið pínu erótísk.
Einhverjir gætu verið viðkvæmnir fyrir því. Mér persónulega finnst það vera list.
Hver hefur sinn smekk og stíl. Takk fyrir mig.
Comments